Fjölbreyttar styrktaræfingar sem þú getur gert hvar sem er.
Við vitum að það getur verið erfitt að byrja að æfa, og oft finnum við ýmsar ástæður til að fresta því – tímaleysi, aðstöðuleysi, kostnaður eða skortur á þekkingu. Í LifeTrack appinu finnur þú styrktaræfingar sem leiddar eru af Björk Óðinsdóttur þjálfara og taka aðeins 10 mínútur. Þú getur gert þær hvar sem er; heima, úti í garði, í vinnunni eða á hótelherbergi. Æfingarnar eru auðveldar í notkun, og þú getur sett þær saman á þinn eigin hátt – tekið eina á dag eða fleiri í einu ef þú vilt æfa meira. Það eina sem þú þarft er að horfa og herma!
Vönduð hlaupaprógrömm og ráð frá reyndum hlaupara sem deilir helstu trixunum.
Hlaup er frábær hreyfing sem þú getur stundað hvar sem er og allt árið um kring. Það er einfalt, ódýrt og krefst lágmarks búnaðar. Í LifeTrack appinu finnur þú hlaupaprógrömm frá Önnu Berglindi Pálmadóttur hlaupara, sem eru hönnuð fyrir fólk á mismunandi getustigi, með sérstaka áherslu á þá sem eru að byrja hlaupaferilinn. Hún gefur einnig frábær ráð til að hjálpa þér að bæta þig og ná lengra í hlaupunum.
Í LifeTrack appinu eru liðkandi og styrkjandi jógaæfingar leiddar af jógakennara.
Við höfum öll gott af því að auka liðleika, jafnvægi og slökun. Í LifeTrack appinu leiðir Inga Birna Ársælsdóttir jógakennari þig í gegnum jógaæfingar sem bæði styrkja og liðka. Það er ótrúlegt hvað nokkrar jógaæfingar á viku geta haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu.