Síðast uppfært: 23.10.2024
Með persónuverndarstefnu þessari er greint frá því hvernig Lifetrack ehf., kt. 590124-0790, Fannagili 4, 630 Akureyri, sem ábyrgðaraðili (hér eftir „LifeTrack“, „félagið“ eða „við“) stendur að vinnslu persónuupplýsinga um viðskiptavini og aðra einstaklinga í tengslum við starfsemi félagsins en félagið er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (hér eftir „persónuverndarlög“).
Öflug persónuvernd er LifeTrack kappsmál og leggur félagið mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd. Hjá LifeTrack starfar persónuverndarfulltrúi sem hægt er að leita til með fyrirspurnir, ábendingar eða athugasemdir með því að senda póst á netfangið personuvernd@lifetrack.is.
Markmið persónuverndarstefnu þessarar er að gefa skýra mynd af því hvernig LifeTrack notar persónuupplýsingar sem viðskiptavinir félagsins afhenda og áherslu LifeTrack á vernd persónuupplýsinga og réttindi viðskiptavina.
Persónuverndarstefna þessi lýsir því hvernig smáforrit Lifetrack safnar og vinnur persónuupplýsingar um viðskiptavini félagsins til að stuðla að bættri heilsu. Stefna þessi nær til viðskiptavina (einnig vísað til sem „þú“ eða „notendur“), starfsfólks LifeTrack og umsækjenda um störf, þjónustuaðila, verkaka og einstaklinga sem eru í forsvari eða starfa hjá þriðju aðilum sem eiga í viðskiptasambandi við félagið, og eftir atvikum annarra einstaklinga, t.d. þeirra sem eiga í samskiptum við félagið og þeirra sem heimsækja vefsíðu LifeTrack (einnig vísað til sem „þú“).
Hjá LifeTrack er einungis unnið með þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru í tengslum við rekstur og þjónustu á vegum félagsins sem nánar er lýst í kafla 2. Unnið er með eftirfarandi persónuupplýsingar um einstaklinga sem eru í viðskiptum við félagið þ.e. notendur heilsuforritsins Lifetrack Iceland:
Jafnframt vinnur LifeTrack einnig með vefkökur vegna heimsókna á vefsvæði félagsins en vefkökur eru litlar textaskrár, sem komið er fyrir í tölvu eða snjalltæki notanda, og eru m.a. nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæðis félagsins. Meðal upplýsinga sem unnar eru með vefkökum eru heimsóknir á vefsvæði, tími, dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef heimsókn kemur, tegund vafra og stýrikerfis. Almennt eru þessar tölfræðiupplýsingar ekki persónugreinanlegar. Einnig er unnið með persónuupplýsingar úr vefkökum til að bæta þjónustu, muna stillingar, þróa vefsvæði Lifetrack og í þágu markaðssetningar félagsins og þriðju aðila s.s. Google, Facebook og Mailchimp. Um notkun persónuupplýsinga hjá þessum aðilum er fjallað í persónuverndarstefnu viðkomandi og mælir Lifetrack með því að þær séu skoðaðar. Hægt er að breyta stillingum í netvafra viljir þú hafna notkun valkvæðra vefkaka.
Öll vinnsla LifeTrack með persónuupplýsingar fer fram í skýrum, yfirlýstum og málefnalegum tilgangi svo hægt sé að veita þér þjónustu með heilsuforriti félagsins svo þú getir bætt lífsstíl og náð markmiðum sem þú setur þér í heilsueflingu m.a. með því að fylgjast með næringarinntöku og sérsniðum næringaráætlunum, hreyfingu, venjum og svefni í smáforriti félagsins. Í smáforritinu er einnig dagbókarvirkni til að styðja þig á þinni vegferð. Lifetrack vinnur aðallega með persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að:
Persónuupplýsingar sem LifeTrack vinnur eru aðallega fengnar frá þér sjálfum t.d. þegar þú sækir smáforrit félagsins og óskar eftir þjónustu hjá félaginu eða hefur samband við okkur. Jafnframt lætur þú af hendi persónuupplýsingar með óbeinum hætti, t.d. þegar þú heimsækir vefsvæði okkar eða notar smáforriti félagsins eða aðra þjónustu.
Kjósir þú að veita ekki persónuupplýsingar er líklegt að Lifetrack geti ekki veitt viðkomandi aðila þjónustu eða veitt aðgang að lausnum eða smáforriti félagsins.
Í undantekningartilvikum kunna persónuupplýsingar þínar að berast okkur frá þriðja aðila, s.s. lögaðila sem er í viðskiptum við félagið, samstarfs- og vinnsluaðilum eða opinberum aðilum, s.s. Þjóðskrá Íslands, þegar fyrrnefndir aðilar hafa heimild til miðlunar slíkra upplýsinga. Áður en persónuupplýsinga er aflað frá þriðja aðila leitast félagið eftir að upplýsa þig um slíkt.
Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga þinna fer fram þar sem hún er nauðsynleg til að gera eða efna samning milli þín og Lifetrack sem kemst á þegar þú byrjar að nota smáforrit félagsins eins og fram kemur í almennum viðskiptaskilmálum okkar. Einnig getur vinnsla persónuupplýsinga byggst á samþykki eða ef vinnsla er nauðsynlegt til að fullnægja lagaskyldu. Þegar vinnsla persónuupplýsinga byggir á samþykki getur þú hvenær sem er dregið veitt samþykki til baka og er þá þeirri vinnslu sem samþykkið eftir afturköllunina. Afturköllun samþykkis hefur þó ekki áhrif á vinnslu persónuupplýsinga fram að afturkölluninni.
Í ákveðnum tilvikum er unnið með persónuupplýsingar vegna þess að Lifetrack, þú sjálfur eða þriðji aðili hefur lögmæta hagsmuni af því að upplýsingar séu unnar s.s. í þágu markaðssetningar, net- og upplýsingaöryggis, þróunar og prófunar á vörum og þjónustu félagsins og rafrænnar vöktunar. Slík vinnsla fer einungisfram ef hagsmunir okkar og/eða þriðja aðila af því að vinnslan fari fram vegi þyngra en einkalífshagsmunir þínir að undangengnu sérstöku hagsmunamati þar um.
Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsingar, svo sem um andlegt eða líkamlegt ástand og heilsufarsupplýsingar eða áfengis- og/eða lyfjanotkun, byggist ávallt á skýrri heimild í 11. gr. persónuverndarlaga t.d. afdráttarlausu samþykki eða lagaheimild. Vinnsla stéttarfélagsupplýsinga eða annarra upplýsinga sem flokkast sem viðkvæmar samkvæmt persónuverndarlögum byggist einnig ávallt skýrri heimild s.s. lögum að undangenginni fræðslu um slíkt. Smáforrit Lifetrack safnar viðkvæmum persónuupplýsingum ef viðskiptavinur ákveður sjálfur að skrá slíkar upplýsingar í smáforritið svo þú getir náð heilsutengdum markmiðum sem þú setur þér.
Það er mögulegt að persónuupplýsingar þínar verði afhentar til þriðju aðila ef slíkt er skylt samkvæmt lögum, s.s. til stjórnvalda, löggæslu- og skattyfirvalda eða dómstóla. Eins gætu persónuupplýsingar þínar verið afhentar til þriðja aðila, svo sem í tengslum við samningssamband viðkomandi við félagið eða vegna þjónustu til þín eða fyrirtækis sem þú ert tengiliður fyrir. Sem dæmi kann upplýsingum að vera miðlað til fyrirtækja sem annast greiðslumiðlun fyrir félagið (t.d. banka eða kortafyrirtækis) eða rekstrar- og hýsingaraðila upplýsingakerfa. Í vissum tilvikum geta slíkir aðilar talist vera vinnsluaðilar og gerir LifeTrack þá vinnslusamning við viðkomandi aðila, þar sem trúnaður og öryggi þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með er tryggt, í samræmi við kröfur persónuverndarlaga.
Framangreindir þriðju aðilar kunna að vera staðsettir utan Íslands. LifeTrack miðlar þó ekki persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga, s.s. á grundvelli staðlaðra samningsskilmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd.
Með notkun á samfélagsmiðlasíðum LifeTrack, s.s. Facebook, safnast tölfræðiupplýsingar um heimsóknir á síðuna sem félagið vinnur ásamt viðkomandi samfélagsmiðlaþjónustu. Í tengslum við þá vinnslu koma aðilar fram sem svokallaðir sameiginlegir ábyrgðaraðilar. Við hvetjum þig því til að kynna þér vel persónuverndarstefnur þeirra.
Persónuverndarlög veita öllum einstaklingum þ.m.t. viðskiptavinum, og öðrum sem LifeTrack kann að vinna persónuupplýsingar um, ákveðin réttindi. Þú átt almennt rétt á að:
Réttindi þín eru þó ekki fortakslaus og lög eða reglugerðir kunna að heimila eða skylda félagið til að hafna beiðni þinni um að nýta þér umrædd réttindi. Réttur þinn til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna til vegna beinnar markaðssetningar er þó ávallt fortakslaus.
Þú hefur einnig rétt á að leita til persónuverndarfulltrúa félagsins og/eða leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd teljir þú LifeTrack ekki vinna persónuupplýsingar þínar í samræmi við persónuverndarlög. Netfang persónuverndarfulltrúa er personuvernd@lifetrack.is. Upplýsingar um Persónuvernd má finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.personuvernd.is.
LifeTrack varðveitir aðeins persónuupplýsingar eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, í samræmi við ákvæði laga og varðveislustefnu félagsins og á meðan þú telst viðskiptavinur félagsins. Persónuupplýsingar eru því varðveittar á meðan á viðskiptasambandi stendur, eins lengi og lög kveða á um eða lögmætir hagsmunir félagsins krefjast. Ákveðnar upplýsingar s.s. afrit af reikningum og bókhaldsgögn eru varðveittar í samræmi við kröfur laga s.s. um ársreikninga og bókhald.
LifeTrack leggur ríka áherslu á að tryggja öryggi persónuupplýsinga og hefur innleitt skipulagslegar og tæknilegar öryggisráðstafanir í þeim tilgangi að teknu tilliti til eðlis upplýsinganna. Dæmi um slíkar ráðstafanir eru aðgangstýringar, dulkóðun, aðskilnaður hlutverka og innra eftirlit.
Upplýsingar um viðskiptavini félagsins eru ekki afhentar eða unnar af öðrum en nauðsynlegum vinnsluaðilum, á grundvelli skriflegs vinnslusamnings, að undangengnu mati á því hvort viðkomandi geti tryggt öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti s.s. aðilum sem sjá um greiðslumiðlun, hýsingu- og rekstur upplýsingakerfa og hugbúnaðar og vefsíðu félagsins. Greiðslukortaupplýsingar eru ekki vistaðar eða aðgengilegar í smáforritinu eða hjá félaginu. Þá eru öll samskipti í smáforritinu dulkóðuð og gögn varðveitt í öruggu hýsingarumhverfi hjá innlendum hýsingaraðilum.
Framangreindum ráðstöfunum er ætlað að koma í veg fyrir mannleg mistök, þjófnað og svik og vernda öll gögn gegn óleyfilegum aðgangi, glötun, eyðileggingu, breytingum fyrir slysni og ólögmætri notkun.
Ef til þess kemur að LifeTrack útbúi persónusnið um þig s.s. til að meta eða spá fyrir um ákveðna þætti er varða hagi þína, hegðun eða þjónustunotkun mun félagið ávallt tryggja að slík vinnsla fari fram samkvæmt ákvæðum persónuverndarlaga. Sjálfvirk ákvarðanataka og gerð persónusniðs sem hefur mikil áhrif á hagsmuni þína fer einungis fram á grundvelli viðeigandi heimilda þ.m.t afráttarlauss samþykkis að undangenginni sérstakri fræðslu um slíkt.
LifeTrack áskilur sér rétt til að endurskoða persónuverndarstefnu þessa reglulega og uppfæra eftir þörfum. Ef um efnislega uppfærslu er að ræða mun þér verða tilkynnt um slíkt áður en uppfærð stefna tekur gildi. Minni háttar breytingar s.s. orðalagsbreytingar taka gildi við birtingu á vefsvæði og í smáforriti LifeTrack.