LifeTrack Iceland (hér eftir „smáforrit“, „heilsuforrit“ eða „forrit“) er í eigu LifeTrack ehf. sem stendur einstaklingum til boða í Apple App Store og Google Play. LifeTrack ehf. er útgefandi forritsins sem er leiðarvísir notanda til að ná auknu heilbrigði, bættum venjum og jafnvægi með þeirri þjónustu sem lýst er í skilmálum þessum. Með því að skrá þig sem notanda í heilsuforritið og staðfesta að þú hafir kynnt þér, skilið og samþykkt neðangreinda skilmála LifeTrack ehf., kt. 590124-0790, Fannagili 4, 630 Akureyri (hér eftir „LifeTrack“, „félagið“ eða „við“), er kominn á samningur milli félagsins og notanda um þá þjónustu sem veitt er með smáforritinu.
Skilmálar þessir eru einvörðungu settir fram á íslensku. Notandi staðfestir að hafa kynnt sér skilmála þessa vandlega áður en hann stofnar aðgang eða hleður niður smáforritinu og hefur notkun þess. Staðfesting skilmálanna er forsenda þess að notandi megi og geti notað smáforritið. Ef misræmi er milli skilmála þessara og annara sértækra skilmála eða samnings, milli LifeTrack og notanda, þá gilda ganga þessir almennu viðskiptaskilmálar framar.
Með notkun heilsuforritsins getur notandi fylgst með og stuðlar að bættri heilsu og heilsurækt með því að fylgjast með næringarinntöku, efla hreyfingu og andlega líðan notanda. LifeTrack heilsuforritið heldur utan um næringarinntöku notanda með aðgengilegum hætti og gerir honum kleift að borða í réttum næringarhlutföllum, , stuðlar að bættri heilsurækt og hjálpar notanda að ná heilsumarkmiðum sem hann setur sér í appinu. Jafnframt áskilur félagið sér rétt til að láta af tiltekinni þjónustu í forritinu hvenær sem er án sérstakra skýringa.
Smáforritið er útgefið af og í eigu LifeTrack ehf. en svo unnt sé að nota forritið þarf notandi að hafa snjalltæki sem hann hefur hlaðið forritinu niður á, virkt greiðslukort, farsímanúmer og netfang. Smáforritið er aðeins aðgengilegt snjalltækjum sem uppfylla lágmarks tækniforskriftir þess.
Notendur þurfa að skrá sig inn í smáforritið með notendanafni og lykilorði. Við nýskráningu þarf notandi að staðfesta skráningu með því að gefa upp netfang sem staðfest er með öryggiskóða sem sendur er til að staðfesta skráningu. Notandi er hver sá aðili sem stofnar aðgang að forritinu og aðgangur notanda skal einungis notaður af honum sjálfum. Notanda er óheimilt að deila innskráningarupplýsingum sínum, þ.e. notendanafni og lykilorði, með þriðja aðila.
Óheimilt er að nota heilsuforrit LifeTrack í öðrum tilgangi en að framan er rakinn s.s. til að framkvæma aðgerðir sem ganga gegn lögum, reglum eða skilmálum þessum, til að áreita aðra notendur eða þriðju aðila eða eiga óumbeðin samskipti við einn eða fleiri notendur, falsa, eyðileggja, trufla eða hafa áhrif á öryggi eða öryggisþætti forritsins í þeim tilgangi að komast yfir eða misnota upplýsingar annarra en notanda sjálfs.
Notandi getur sagt upp og lokað aðgangi sínum hvenær sem er með því að eyða aðgangi sínum í forritinu undir stillingum. Með því segir notandi upp samningi þessum og tekur sú uppsögn gildi strax. Notandi getur einnig tilkynnt um uppsögn með tölvupósti eða með símtali á skrifstofutíma.
LifeTrack ehf. er jafnframt heimilt að loka aðgangi einstakra notenda ef notandi óskar eftir því sérstaklega, ef notandi brýtur gegn skilmálum þessu, ef greiðslur fyrir áskrift berast ekki, ef félagið verður vart við misnotkun á smáforritinu og/eða ef notandi veldur skemmdum á því, þ.m.t. hugbúnaði, vefsvæði eða öðrum eignum félagsins. Hið sama gildir ef notandi viðhefur háttsemi sem hefur skaðleg áhrif á þjónustu, hugbúnað eða kerfi LifeTrack, gerir tilraun til að komast hjá gjaldtöku eða sýnir af sér aðra háttsemi sem er til þess fallin að valda LifeTrack tjóni. Lokun aðgangs jafngildir ekki uppsögn samnings nema slíkt sé sérstaklega tilgreint.
Hægt er að velja um þrjár áskriftarleiðir í heilsuforriti LifeTrack Iceland. Áskriftarleiðir eru birtar á vefsvæði félagsins og eru eftirfarandi:
Allar áskriftarleiðir endurnýjast sjálfkrafa nema notandi segi áskrift upp fyrir endurnýjunardag. Ekki er mögulegt að greiða fyrir aðrar vörur eða þjónustu í smáforritinu en áskriftarleið. Notandi getur breytt áskriftarleið þ.m.t. sagt henni upp hvenær sem er á Heimasíðu LifeTrack. Smelltu á einhvern af áskriftarmögleikum og skráðu þig inn. Þá er hægt að velja “segja upp áskrift”.
Stillingum smáforritsins og tekur gildi frá og með næstu mánaðarmótum eftir að breyting er gerð.
Notandi ber ábyrgð á að ávallt sé skráð gilt greiðslukort vegna áskriftar að forritinu og að úttektarmörk séu nægileg til að greiða fyrir áskrift. Notandi má einungis tengja eigin greiðslukort við forritið og þarf notandi að vera sá sami og korthafi. Skrái notandi fleiri en eitt greiðslukort ber hann ábyrgð á að velja rétt greiðslukort þegar greitt er fyrir áskrift. Leitað er eftir úttektarheimild fyrir valinni áskriftarleið hjá kortaútgefanda sem framkvæmir heimildabeiðni og eftir atvikum skuldfærir eða hafnar greiðslu í samræmi við eigin viðskiptaskilmála og skilmála greiðslukorts sem notað er.
Ef greiðslukortafyrirtæki notanda hafnar greiðslu vegna viðskipta notanda, áskilur félagið sér rétt til að krefja notanda um efndir samkvæmt viðskiptunum, ásamt áföllnum vöxtum, dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Ekki er unnt að afturkalla eða hætta við greiðslu eftir að notandi hefur auðkennt sig og samþykkt greiðslu með greiðslukorti í smáforritinu.
Upplýsingar um greiðslusögu notanda og greiðslukvittanir er unnt að nálgast í smáforritinu sjálfu. Upplýsingar um verð áskriftarleiða, viðskipta- og afsláttarkjör eru einnig birt í smáforritinu, með fyrirvara um villur, í samræmi við gildandi verðskrá á hverjum tíma. Sé misræmi milli verðupplýsinga í smáforritinu og verðskrár félagsins skal sú síðarnefnda gilda. Augljósar villur skapa notanda ekki rétt.
LifeTrack ehf. áskilur sér rétt til að hætta að bjóða upp á smáforritið og til að breyta kjörum, verðskrá eða sérkjörum án fyrirvara. Slíkar breytingar taka gildi gagnvart notanda um leið og þær hafa verið tilkynntar notanda skv. skilmálum þessum.
Með því að skrá sig sem notanda í heilsuforritinu og byrja að nota forritið staðfestir notandi að hann hafi kynnt sér viðskiptaskilmála þessa, persónuverndarstefnu félagsins og heimilar félaginu að safna, vinna og varðveita þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru svo unnt sé að veita umbeðna þjónustu. Vinnsla persónuupplýsinga er nauðsynleg til að framfylgja skilmálum þessum og efna samning sem kemst á milli félagsins og notanda með notkun smáforritsins, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 9. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Þær upplýsingar sem helst er unnið með eru samskiptaupplýsingar eins og nafn, netfang og farsímanúmer, upplýsingar um greiðslur og greiðslusögu ásamt persónuupplýsingum, þ.m.t. viðkvæmum persónuupplýsingum um heilsufar notanda t.d. hæð, þyngd, mataræði og hreyfingu, svefn, andlega líðan og fleiri upplýsingar sem notandi velur að skrá niður í forritinu. Félagið vinnur og varðveitir persónuupplýsingar um notanda á meðan notandi er skráður notandi hjá félaginu og svo lengi sem þörf er á til að tryggja lögmæta hagsmuni félagsins. Þá áskilur félagið sér rétt til að vinna ópersónugreinanlegar persónuupplýsingar í þágu tölfræðigreiningar, til að þróa vöru- og þjónustuframboð félagsins og í markaðs- og kynningarstarfsemi. Frekari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga og réttindi notanda er að finna í persónuverndarstefnu LifeTrack en hún telst órjúfanlegur hluti af skilmálum þessum.
Persónuupplýsingum er ekki miðlað til óviðkomandi aðila annarra en samstarfs- og vinnsluaðila sem vinna gögn á grundvelli vinnslusamnings s.s. hýsingaraðila og aðila á sviði greiðslumiðlunar.
LifeTrack ehf. gætir öryggis upplýsinga í heilsuforritinu með skipulagslegum og tæknilegum öryggisráðstöfunum að teknu tilliti til eðlis upplýsinganna m.a. með dulkóðun, aðgangsstýringu, aðskilnaði hlutverka og innra eftirliti. Greiðslukortaupplýsingar eru ekki vistaðar eða aðgengilegar í forritinu eða hjá félaginu. Þá eru öll samskipti í forritinu og á vefsvæði félagsins dulkóðuð og gögn eru varðveitt í öruggu hýsingarumhverfi hjá vinnsluaðilum félagsins sem er vottað samkvæmt ISO27001 upplýsingaöryggisstaðlinum. Upplýsingar um notendur eru ekki afhentar eða unnar af öðrum en nauðsynlegu, vinnsluaðilum, á grundvelli skriflegs vinnslusamnings, að undangengnu mati á því hvort viðkomandi geti tryggt öryggi persónuupplýsinga nægilega. Þá eru upplýsingar aldrei afhentar ótengdum aðila nema samkvæmt skýrri lagaheimild, ákvörðun stjórnvalda eða dómstóla eða ef notandi hefur veitt samþykki fyrir slíku.
Notandi ber ábyrgð á allri notkun smáforritsins þ.m.t. að aðgangsorð, lykilorð, persónuupplýsingar, greiðslukortaupplýsingar og aðrar mikilvægar upplýsingar, sem nauðsynlegar eru vegna notkunar forritsins, komist ekki í hendur óviðkomandi. Notandi skal tryggja leynd innskráningarupplýsinga og ber ábyrgð á hvers kyns tjóni sem getur leitt af því að innskráningarupplýsingar komist í hendur óviðkomandi. Týni notandi snjalltæki sínu eða ef því er stolið ber notandi ábyrgð á að tilkynna félaginu um slíkt til að loka aðgangi. Misnotkun þriðja aðila á notandaaðgangi viðskiptavinar, greiðslukortapplýsingum eða öðrum slíkum upplýsingum er ekki á ábyrgð LifeTrack og ber að tilkynna til lögreglu. Þá ber notandi að tilkynna LifeTrack ehf. um öryggisveikleika eða öryggisatvika sem hann verður var við í forritinu án tafar.
LifeTrack ehf. ber ábyrgð á að tryggja virkni forritsins og lagfæra galla sem upp kunna að koma. Félagið ber hins vegar ekki ábyrgð á tjóni sem leiðir af galla eða bilun í forritinu, hugbúnaði félagsins eða sem kann að hljótast af því að forritið liggur niðri. Verði truflanir eða tafir á þjónustu félagsins takmarkast ábyrgð LifeTrack við þá fjárhæð sem greidd hefur verið til félagsins vegna notkunar á smáforritinu. Í engum tilfellum ber félagið ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni eða hagnaðarmissi sem notandi kann að verða fyrir vegna notkunar forritsins. Ábyrgð LifeTrack er háð því að notandi hafi að öllu leyti efnt skyldur sínar og hagað háttsemi sinni í samræmi við lög, reglur og venjur, þ.m.t. hvað varðar öryggi og umgengni við kaup á þjónustu.
Þá ber félagið auk þess ekki ábyrgð á tjóni sem ófyrirséð ytri atburðir (force majeure), t.a.m. viðskiptahömlur, náttúruhamfarir, farsóttir, stríðsástand, verkföll eða truflanir á flutningsnetum, kunna að valda notanda. Leiði slík atvik til þess að LifeTrack geti ekki efnt skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum, ber félagið ekki ábyrgð á því svo lengi sem slík atburðir standa yfir.
Hvorki seljandi né kaupandi eiga rétt til skaðabóta á hendur gagnaðila þegar vanefndir orsakast af óviðráðanlegum eða ófyrirséðum atvikum sem ekki eru til staðar við samningsgerð, svo sem vinnudeilum, styrjöldum, uppreisnum, náttúruhamförum, óveðri, aðgerðum stjórnvalda á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála, breytingum stjórnvalda á lögum og reglugerðum, viðskiptabönnum, hafnbönnum, almennum samgönguhindrunum, orkuskorti og sambærilegum óviðráðanlegum atvikum.
Í þeim tilvikum þar sem lög um neytendakaup eða þjónustukaup fela notanda, sem jafnframt telst neytandi samkvæmt lögunum, betri rétt en kveðið er á um í skilmálum skulu þau ganga framar skilmálum þessum.
Heilsuforritið LifeTrack Iceland og höfunda- og hugverkaréttur, m.a. vegna innihalds smáforritsins, vörumerkis, texta, efnis, hönnunar og grafíkur, er eign félagsins. Engin yfirfærsla á höfunda- og hugverkarétti fer fram frá félaginu til notenda eða annarra aðila. Notandi má einungis nýta sér efni og upplýsingar úr smáforritinu til eigin persónulegu nota í samræmi við skilmála þessa. Hvers kyns dreifing, fjölföldun, útgáfa eða endurnot efnis sem aðgengilegt er í smáforritinu eða á vefsvæði LifeTrack ehf. er óheimil.
Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur upp af efni skilmálanna skulu aðilar leitast við að sætta hann sín á milli. Reynist það ekki unnt er notanda eftir atvikum heimilt að óska eftir áliti kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Dómsmál skulu rekin fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. LifeTrack áskilur sér rétt til að leita réttar síns eða kæra notanda til lögreglu.
Ágreiningur milli notanda og kortaútgefanda eða færsluhirðis vegna greiðsluheimildar vegna greiðslukorts sem tengt er við smáforrit notanda er ekki á ábyrgð LifeTrack ehf. og ber notanda að leysa slíkan ágreining með viðkomandi kortaútgefanda, færsluhirði eða viðskiptavina í samræmi við þjónustuskilmála viðkomandi aðila.
Reynist einstök ákvæði skilmála þessara ósamrýmanleg lögum, skulu slík ógild ákvæði gild með þeim lagfæringum sem nauðsynlegar eru til að ákvæðin nái markmiði sínu og/eða efni slíkra ákvæða gilda að því marki sem samrýmanlegt er lögum. Við slíkar aðstæður skulu önnur ákvæði skilmálanna halda gildi sínu.
Skilmálar þessir eru gefnir út af LifeTrack ehf. Skilmálarnir taka gildi þann 25.10.2024 og eru aðgengilegir á vefsíðu félagsins, www.lifetrack.is, og í smáforriti félagsins.
LifeTrack er hvenær sem er heimilt að breyta skilmálum þessum einhliða og skulu breytingar á þeim kynntar notendum með skriflegum hætti s.s. í gegnum smáforritið, með tölvupósti eða á vefsvæði LifeTrack ef um minniháttar breytingar er að ræða. Notandi telst hafa samþykkt breytta skilmála haldi hann notkun smáforritsins áfram eftir að hafa verið tilkynnt um skilmálabreytingu.
Samþykkt 25.10.2024