Algengar spurningar
Getur LifeTrack appið hjálpað mér að léttast?
Já, LifeTrack appið getur hjálpað þér að léttast. Ofþyngd stafar oftast af ójafnvægi milli hitaeininga sem er neytt og þeirra sem líkaminn brennir. LifeTrack appið getur hjálpað til með því að fylgjast með inntöku næringar og stuðla að jafnvægi sem leiðir til þyngdartaps.
Ég hef aldrei skráð niður það sem ég borða. Er það árangursríkari leið til þess að létta sig en að borða hollt og hreyfa sig?
Þegar við erum að vinna að þyngdartapi er mjög mikilvægt að borða rétt magn af mat. Ekki of lítið og ekki of mikið. Með því að borða eingöngu það sem gæti flokkast undir holla fæðu erum við ekkert endilega að tryggja að við séum að borða rétt magn af hitaeiningum miðað við markmiðið. Það er mjög árangursríkt að mæla magnið og sjá hvað við erum raunverulega að borða mikið á hverjum degi í stað þess að giska enda stýrist þyngdartap að mestu leyti af því hvað við borðum mikið á degi hverjum. Hreyfing er svo að sjálfsögðu mikilvæg breyta sem er góð fyrir okkur að öllu leyti en það er algengt að fólk ofmeti hreyfinguna og vanmeti mataræðið.ar einnig fólki með markmið sem snúa m.a. að því að auka vöðvamassa, viðhalda þyngd og tryggja jafnt orkustig. Rétt magn af næringu í takt við markmið er lykill að árangri.
Er LifeTrack eingöngu fyrir fólk sem vill létta sig?
Nei, síður en svo. LifeTrack hentar einnig fólki með markmið sem snúa m.a. að því að auka vöðvamassa, viðhalda þyngd og tryggja jafnt orkustig. Rétt magn af næringu í takt við markmið er lykill að árangri.
Ég hef lítið hugmyndaflug þegar kemur að mat og veit aldrei hvað ég á að borða. Er LifeTrack að fara að hjálpa mér við þetta?
Já, svo sannarlega! Í LifeTrack finnur þú fjölda máltíða sem þú getur sett saman fyrir daginn þinn, sem gefur þér fjölbreyttar hugmyndir fyrir mismunandi daga og máltíðir. Máltíðafjöldinn eykst svo með hverjum mánuði, þannig að þú getur nýtt orkuna í annað en að hugsa um hvað á að borða.
Þarf ég að vigta allt sem ég borða?
Ekki frekar en þú vilt. Í LifeTrack appinu höfum við magntekið fjölda máltíða sem þú þarft ekki að vigta heldur einungis telja stykki og sneiðar þegar þú skammtar þér á diskinn. Í appinu er þó einnig hægt að finna strikamerki á stórum hluta matvæla sem fást í búðum á Íslandi og hægt að vigta og skrá þær inn í daginn þinn.
Get ég notað appið í útlöndum?
Já, þú getur notað appið hvar sem er í heiminum. Hins vegar höfum við að mestu skráð inn vörur úr íslensku vöruúrvali, þannig að notendur erlendis gætu haft færri strikamerki tiltæk. Það er þó auðvelt að skrá inn sínar algengustu vörur með strikamerkjum og aðstoða þannig við að byggja upp gagnagrunninn. LifeTrack máltíðir eru aðgengilegar óháð búsetu, svo þú getur notað þær hvar sem er.
Hvað ef vara er ekki til, get ég skráð hana strax?
Já, heldur betur. Öll geta skráð inn nýjar vörur með strikamerkjum og þannig stækkum við gagnagrunninn saman. LifeTrack teymið fer svo reglulega yfir skráningar til að tryggja að þær séu réttar og viðhalda nákvæmum gagnagrunni.
Er LifeTrack fyrir fólk sem hefur átt við átröskunarsjúkdóma að stríða?
Það að fylgjast náið með næringarinntöku hentar ekki öllum, sérstaklega ekki þeim sem hafa átt í óheilbrigðu sambandi við mat.
Við hvetjum þau sem eiga sögu um slíkt að setja sig í samband við fagaðila hvað þetta varðar. Stofnendur LifeTrack hafa unnið með sálfræðingum, næringarfræðingum og íþróttafræðingum við þróun appsins og hafa einnig rætt við einstaklinga sem “trakka” matinn sinn í dag en hafa áður glímt við átröskunarsjúkdóma. Margir þeirra upplifa aukinn skilning á næringu og frelsi en þetta er einstaklingsbundið og mikilvægt að ráðfæra sig við fagaðila.
Er appið fyrir börn?
Í samráði við sérfræðinga ákváðum við að setja 16 ára aldurstakmark í appið. Yngri einstaklingar geta þó notað það með aðstoð og eftirliti foreldra eða forráðamanna.
Er appið og efni þess á íslensku?
Appið og allt efni LifeTrack er á íslensku. Innlesið efni er að stærstum hluta lesið af íslenskum leikurum og fagfólki.
Henta styrktaræfingarnar mér sem hef lítið æft og kem mér ekki af stað?
Já, styrktaræfingarnar eru sérstaklega hentugar fyrir þá sem eru að byrja með hreyfingu. Æfingarnar eru einfaldar, en árangursríkar, taka aðeins tíu mínútur og eru hannaðar af Björk Óðinsdóttur þjálfara. Þær má gera hvar sem er og þegar þú ert tilbúin/n til að gera meira geturðu einfaldlega bætt við fleiri æfingum í hvert skipti.
Ég er hlaupari og suma daga hleyp ég allt að 20 km. Hvernig get ég tryggt að ég fái næga næringu á þessum dögum?
Við vitum að á erfiðum æfingadögum er sérstaklega mikilvægt að fá næga næringu. Þess vegna býður LifeTrack appið upp á möguleikann að bæta við næringarmagni fyrir þessa daga með því að ýta á "Plús" takkann, sem aðlagar næringarþörfina að auknu álagi.
Þarf ég að skrá næringarhlutföll til þess að nota LifeTrack?
Nei, það er ekki nauðsynlegt. Þú getur notað þá þætti appsins sem þú vilt.
Þú getur t.d. valið að fylgjast einungis með hitaeiningum í hverjum degi og sleppt því að skoða næringarhlutföll. Þetta stillir þú í appinu. Við mælum með því að fylgjast með próteinmagni, þar sem prótein er mikilvægt fyrir vöðvauppbyggingu, viðgerðir vefja og almenna heilsu.
Hvers vegna er mikilvægt að borða trefjar?
Rannsóknir sýna að aukin trefjaneysla hefur margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna, þar á meðal lægri blóðþrýsting, meiri mettun, jafnari blóðsykur, betri meltingu, minni hættu á sykursýki 2, lægri kólesterólmagn og minni líkur á ristilkrabbameini.
Í LifeTrack leggjum við til að fólk borði 25-35 g af trefjum á dag. Með appinu getur þú auðveldlega fundið máltíðir og vörur sem eru trefjaríkar, sem auðveldar þér að bæta trefjainntöku í mataræðið.