Rakel María tekur þátt í heilsubyltingu LifeTrack.

Við erum afskaplega glöð að tilkynna það að Rakel María Hjaltadóttir hefur verið ráðin til liðs við LifeTrack teymið. Rakel sem er mörgum góðkunn er líkamsræktarþjálfari og ofurhlaupari sem hefur verið hluti af íslenska landsliðshópnum í bakgarðshlaupum.

 

“Rakel María mun koma sem ferskur andblær inn í teymið og hjálpa til við að efla LifeTrack samfélagið sem býr á Facebook en þar er hópur notenda LifeTrack sem öll vilja bæta heilsu sína. Við höfum séð að það er mun líklegra til árangurs að gera hlutina saman á hvetjandi hátt og hafa svolítið skemmtilegt á meðan. Við erum viss um að Rakel mun lyfta hópnum á næsta stig”, segir Linda Rakel Jónsdóttir annar stofnanda LifeTrack.

 

Í samfélaginu okkar eru heilsutengdar áskoranir eins og að safna kílómetrum yfir eina helgi, en í febrúar fór samfélagið sem samsvaraði vegalengdinni frá Reykjavík til Stavanger. Næst er stefnt að því að fara alla leið til Tenerife. Miðað við orkuna og gleðina sem Rakel María smitar frá sér má gera ráð fyrir að því markmiði verði mögulega náð strax í mars.

 

“Ég er stolt af því að vera komin í LifeTrack teymið og er full tilhlökkunar að hvetja notendur LifeTrack áfram og hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Það er fátt sem gleður mig og gefur mér jafn mikið og að geta hjálpað fólki í átt að markmiðum sínum, taka þátt í stórum og smáum sigrum. Ég þurfti því ekki að hugsa mig tvisvar um enda búin að heyra magnaða hluti um fyrirtækið og stofnendur þess”, Sagði Rakel María.

 

Nú þegar hafa yfir 5000 manns sótt appið og erum við hjá Lifetrack í skýjunum með frábærar móttökur og afar spennt fyrir framhaldinu. Það verður gaman að fylgjast með samfélaginu næstu mánuðum í höndunum á Rakel Maríu.


LifeTrack samfélagið finnur þú hér