Þórsarar tryggðu sér sæti í Olísdeild í haust

Það var heldur betur stemning í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn þegar Þórsarar mættu HK í lokaumferð Grill 66 deildarinnar. Með sigrinum tryggði Þórsliðið sér þátttöku í deild þeirra bestu í haust, Olísdeildinni. Það var alveg hreint ótrúleg stemning í Höllinni og áhorfendur mættir löngu fyrir leik til þess að hita upp.  

Handknattleiksdeild Þórs og LifeTrack skrifuðu undir samstarfssamning fyrr í vetur en leikmenn og þjálfarar liðsins hafa nýtt sér LifeTrack Appið til þess að hámarka orku og endurheimt á þessum mikilvægu lokametrum. Það má segja að það hafi heldur betur tekist. 

Við óskum Þórsurum innilega til hamingju með þennan glæsilega sigur og það verður heldur betur spennandi að fylgjast með þeim á komandi tímabili í efstu deild.