Hugarfar og andleg heilsa
Hugleiðsla
Fjölbreyttar leiddar hugleiðsluæfingar á íslensku sem þú getur notið hvar og hvenær sem er.
Hugleiðsla hefur jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, þar sem hún dregur úr streitu, eykur einbeitingu og stuðlar að betri vellíðan. Í LifeTrack appinu finnur þú leiddar hugleiðsluæfingar á íslensku sem þú getur hlustað á hvar og hvenær sem er. Hugleiðsla hefur lengi sannað virkni sína og nú er komið að þér að upplifa hana.
Öndun
Leiddar öndunaræfingar sem draga úr streitu, bæta einbeitingu og stuðla að betri svefni.
Það hefur orðið mikil vitundarvakning varðandi jákvæð áhrif öndunar á andlega líðan. Í LifeTrack eru vandaðar öndunaræfingar sem þú getur fylgt hvar sem er.
Svefn
Leiddar innleiðslur í svefn og góð ráð varðandi svefn.
Góður svefn er ein af grunnstoðum heilsu. Í LifeTrack appinu finnur þú hagnýt svefnráð og róandi sögur á íslensku sem hjálpa þér að ná slökun og leiða þig inn í svefn.
Hvatning
Við hvetjum þig áfram með stuttum hlaðvörpum sem hvetja þig áfram og gera daginn þinn skemmtilegri.
Hvatning hefur jákvæð áhrif á lífsstíl og andlega líðan með því að auka sjálfstraust, bæta sjálfsaga, stuðla að jákvæðum venjum og hvetja til markmiðasetningar og árangurs. Þetta gerum við í LifeTrack með svokölluðum “Peppköstum” – stuttum hlaðvörpum þar sem lesnar eru stuttar reynslusögur, gefin góð ráð og slegið á létta strengi til þess að gera daginn þinn skemmtilegri og hvetja þig áfram.
Dagbók og venjur
Dagleg skráning á tilfinningum og hugarfari sem leiðir til bættrar andlegrar vellíðunar og aukinni sjálfsþekkingu.
Í LifeTrack appinu finnur þú verkfæri til að fylgjast með eigin hugarfari og tilfinningum, sem hjálpar þér að greina mynstur í hegðun og viðbrögðum. Þetta gerir þér kleift að þróa betri leiðir til að stjórna streitu og tilfinningum. Einnig er hægt að skrá vatnsdrykkju og svefntíma. Á hverjum degi færðu eitt lítið verkefni, allt frá því að hafa samband við gamlan vin yfir í að sleppa skjátækjum eftir kvöldmat. Að auki getur þú fyllt út dagbók og fylgst með eigin líðan dag frá degi.
Samfélag
LifeTrack samfélagið býr á Facebook þar sem stuðningur, áskoranir og veglegir gjafaleikir verða hluti af gleðinni.
Reynslan sýnir að þegar við gerum hlutina saman verða þeir skemmtilegri. Og þegar eitthvað er skemmtilegt, þá erum við líklegri til að halda því áfram – og með tímanum náum við mögnuðum árangri! Á Facebook-síðu LifeTrack finnur þú skemmtilegar áskoranir, gjafaleiki, ráðleggingar, peppfundi, tilboð á vörum og þjónustu og mikilvægar tilkynningar. LifeTrack samfélagið er magnaðasta heilsusamfélag landsins.