LifeTrack er íslenskt app sem gerir þér kleift að fylgjast með næringu í réttum hlutföllum kolvetna, fitu og próteina (macros) á einfaldan hátt, án þess að þurfa að vigta matinn. Rétt hlutföll næringarefna stuðla að jafnvægi í efnaskiptum, bæta vöðvauppbyggingu og viðhalda stöðugu orkustigi, sem leiðir til bættrar heilsu og frammistöðu.
Hreyfing, jákvætt hugarfar og góður svefn eru lykilþættir í bættri heilsu. Í appinu finnur þú myndbönd með styrktar- og jógaæfingum sem þú getur gert hvar sem er, hugleiðsluæfingar og sögur sem aðstoða þig við slökun og leiða þig í svefn. Einnig er í appinu hvatningarmolar, dagbók og dagleg verkefni til að styðja þig á þinni vegferð.
LifeTrack appið er fyrir þau sem vilja bæta lífsstíl og ná markmiðum sínum í heilsueflingu.
Það hentar sérstaklega vel fyrir:
Næringarhluti LifeTrack hentar ekki endilega öllum, þar sem ekki er víst að öll séu tilbúin til þess að fylgjast nákvæmlega með mataræði sínu.