Næring
Hvað má ég borða?
Í LifeTrack eru engin boð og bönn; þú borðar það sem þú vilt!
LifeTrack er ekki enn einn kúrinn sem setur mataræði þínu skorður heldur borðar þú það sem þú vilt. Ef þú heldur réttum hlutföllum kolvetna, fitu og próteina innan hvers dags máttu búast við mögnuðum árangri!
Hvernig skrái ég matinn?
Með því að skanna strikamerki matvara í LifeTrack appinu.
Í LifeTrack appinu er að finna gagnagrunn af strikamerkjum og næringarupplýsingum á bakvið um 10.000 matvörur sem er að finna í íslenskum verslunum. Notendur geta bætt við nýjum vörum með einföldum hætti en stjórnendur LifeTrack munu hafa eftirlit með nýskráðum vörum til þess að stuðla að réttum skráningum í gagnagrunninn.
Hvað er í matinn?
Í LifeTrack eru mikið magn af hugmyndum af máltíðum sem þú getur valið úr og sett saman mataræði sem hentar þér.
Mörg eru sammála um að spurning sem snýr að því hvað eigi að vera í matinn sé leiðinlegasta spurning vikunnar. Í LifeTrack appinu höfum við einfaldað leikinn fyrir þá sem vilja aðstoð við að svara þessari spurningu. Þar má finna hugmyndir af máltíðum; morgunverðir, millimál, heitar máltíðir og snarl. Allar máltíðirnar eru magnteknar þannig að óþarfi er að vigta matinn – bara telja skeiðar eða stykki.
Hversu mikið á ég að borða?
Í LifeTrack appinu er sjálfvirk reiknivél sem reiknar út áætlaða orkuþörf þína miðað við þínar persónulegu forsendur.
Reiknivélin tekur mið af aldri, hæð, kyni, hreyfingu og markmiðum þínum til að gefa þér persónuleg viðmið fyrir orkuneyslu. Þú getur líka prófað mismunandi hlutföll kolvetna, próteina og fitu til að finna það sem hentar þér best.
Þarf ég að vigta allan mat sem ég borða?
Ekki frekar en þú vilt!
Við höfum komið upp með nýja aðferð þar sem við höfum magntekið fjölda máltíða sem þú getur púslað saman út frá því magni sem LifeTrack appið ráðleggur þér að borða innan dagsins. Á bakvið hverja máltíð eru næringarupplýsingar (macros tölur) og hitaeiningar sem appið sér um að draga frá þínum heildartölum fyrir hvern dag. Þú velur þér morgunmat, millimál, hádegismat, kvöldmat og kvöldsnarl. Það eina sem þú þarft að gera er að telja stykkin eða skeiðarnar. Þú getur sett saman ótal mismunandi máltíðir svo mataræðið verður langt frá því að vera einhæft.
Get ég farið út að borða?
Svo sannarlega enda eru í LifeTrack appinu forskráðir hundruðir rétta sem fást á íslenskum matsölustöðum.
Það að þú sért að LifeTracka stendur það ekki í veginum fyrir því að þú getir farið út að borða. Í appinu eru forskráðir um 300 réttir á íslenskum matsölustöðum en við erum stöðugt að bæta við réttum til þess að einfalda notendum LifeTrack að halda utan um mataræði sitt þegar farið er út að borða. Hægt að er að leita eftir matsölustöðum og einnig stilla síu á hitaeiningafjölda.