Stofnendur LifeTrack
Stofnendur LifeTrack eru Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, heilsufrumkvöðlar og markþjálfar. Í mörg ár höfum við sjálf tileinkað okkur mataræði sem byggir á réttu hlutfalli næringar. Árið 2020 stofnuðum við ITS Macros ehf., þar sem við höfum aðstoðað þúsundir Íslendinga við að bæta lífsstíl sinn með réttu jafnvægi næringarefna, hreyfingar og jákvæðs hugarfars – með frábærum árangri.
Við brennum fyrir því að einfalda þessa nálgun og með stofnun LifeTrack bregðumst við við ákalli fólks um einfalt app á íslensku. Appið gerir notendum kleift að fylgjast með næringu sinni með lágmarks fyrirhöfn og tekur mið af vöruframboði og mælieiningum á Íslandi. Við smíði appsins byggjum við á reynslu okkar frá síðustu árum, ásamt upplýsingum og ráðgjöf frá sálfræðingum, næringarfræðingum og íþróttafræðingum.